Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og fyrirtækja sem kaupa af okkur styrktarlínur og auglýsingar er hægt að halda þessu góða verkefni á lofti með glæsibrag. Strax í dag munu félagar byrja að selja og ganga í hús og selja öskjuna sem mun kosta 2.000 kr og mun verða selt allavega næstu vikuna, og einnig má nálgast öskjur í Tvistinum.

Með ósk um góðann stuðning eins og ávalt
Kiwanisklúbburinn Helgafell.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.