Álfar, tröll og jólasveinar verða að venju fyrirferðamikil á þrettándagleðinni í ár en fleira verður til skemmtunar. Grímuball Eyverja verður á sínum stað í Höllinni eins og hin glæsilega Þrettándagleði ÍBV sem slær flest út. Þá verður myndlistarsýning í Einarsstofu í Safnahússinu, Eyjakvöld og ball í Höllinni svo fátt eitt sé nefnt.