Jólatónleikar hljómsveitarinnar Gleðisprengjanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi á Brothers Brewery, en hljómsveitin varð til fyrir nokkru síðan eftir afrakstur skapandi verkefnis sem unnið var af þeim Jarli Sigurgeirssyni og Birgi Nilsen fyrir Visku í samvinnu við starfsfólk Heimaeyjar vinnu- og hæfingarstöðvar. Hópurinn hefur í framhaldinu þróast áfram og verður nú með jólatónleika líkt og í fyrra.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 16 á fimmtudaginn og eru allir velkomnir. Síðast komust færri að en vildu.


























