Jólin 2025 (spegill sálarinnar)
Georg Eiður Arnason skrifar
22. desember, 2025
Georg Eiður Arnarson.

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því.

Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem að mig minnir að snillingurinn Finnur teiknikennari, hafi komið á þegar börnin í Barnaskólanum máluðu alla gluggana í skólanum og eitthvað minnir mig að á árum áður hafi þetta að einhverju leyti verið tengt sögulegum atburðum hér í Eyjum. En nýir siðir koma með nýjum tíma.

Eitt af því sem rifjaðist upp fyrir mér nýlega er að fljótlega eftir gos, man ég eftir því að mamma átti líkan af Landakirkju. Líkanið var hins vegar úr pappa á þessum árum og venjan var að setja kerti inn í þau, sem að sjálfsögðu endaði með því að það sviðnaði og skemmdist, en í haust flutti mamma upp á Hraunbúðir og mér fannst vanta eitthvað sérstakt í herbergið hennar núna fyrir jólin. Ég ákvað því að hafa samband við dóttir hans Kristmanns frænda og fékk hjá honum þetta fína líkan af Landakirkju með rauðu þaki og ljósi inní og mamma er hæst ánægð með það.

Annað sem rifjaðist upp nýlega er að mamma bakaði alltaf brúntertu fyrir jólin, en ofninn var það lélegur að þegar hún var búin að setja botnana saman með þykku vanillukremi, þá skar hún endana af sem áttu það að brenna aðeins og við systkinin 3 fengum að njóta þess að fá nýbakaða brúntertu með kremi og ískalda mjólk með, þá var nú veislan. Í dag fer maður bara niður í búð og kaupir sér brúntertu með kremi, en í minningunni var þetta alltaf miklu betri hjá mömmu.

En já, ég fer daglega með hundana mína, en margir bæjarbúar verða varir við það þegar ég fer með þann stærri, enda lætur hann vel í sér heyra. En á morgun eru nákvæmlega 4 ár síðan ég fékk hann í fangið sem hvolp og um leið 4 ár síðan við horfðumst í augu í fyrsta skiptið og tengdumst. Kannski svolítið erfitt að útskýra þetta fyrir fólki sem ekki hefur átt dýr, en hann sefur þegar ég sef og vakir þegar ég vaki, verður sorgmæddur þegar ég fer út án þess að taka hann með og rosalega glaður þegar ég kem aftur heim, sérstaklega ef meira en kannski dagur er liðinn, en ég fæ það stundum á tilfinninguna að við gætum í raun og veru lært margt af dýrunum okkar sem sýna okkur skilyrðislausa ást, alveg sama hvað gengur á og kannski má á vissan hátt segja það að þau séu svona að vissu leyti spegill sálarinnar í okkur sjálfum, eða að minnsta kosti á þann hátt sem við vildum sjálf að einhverju leyti vera eða að minnsta kosti hvernig við komum fram við hvort annað.

Óska öllum landsmönnum og Eyjamönnum gleðilegra jóla.

 

Georg Eiður Arnason

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.