Jólin hjá framlínufólki
Margt verra en að vinna á jólunum
19. desember, 2025
Guðný hefur nokkrum sinnum áður unnið á aðfangadagskvöldi. Frá vinstri: Guðný Erla Guðnadóttir, Arna Ágústdóttir, Guðný Bernódusdóttir, Erna Sævarsdóttir og Sara Sigurðardóttir.  

Þó flestir landsmenn séu heima með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöldi er það ekki raunin hjá öllum. Margir geta ekki verið heima í faðmi fjölskyldu á þessum hátíðardegi og geta ástæðurnar verið margvíslegar, meðal annars vegna vinnu, veikinda eða að þeir eigi fáa að.  

Guðný Bernódusdóttir er ein þeirra sem starfar í framlínu og hefur oftar en ekki verið í vinnu yfir jólahátíðina. Á meðan flestir njóta samveru heima heldur hún og samstarfsfólk hennar áfram að sinna mikilvægum verkefnum á sjúkradeild HSU. Guðný hefur margra ára reynslu af að vinna á aðfangadagskvöldi og segir þá reynslu oftast hafa verið mjög góða. 

,,Fyrstu jólin sem ég vann voru frekar erfið, en svo varð þetta auðveldara með tímanum. Hingað til hafa þessir dagar á sjúkradeildinni verið mjög hátíðlegir þrátt fyrir að maður sé að vinna, maður stillir sig bara inn á þetta. Allir mæta í sínu fínasta pússi og stemning er góð meðal fólks.” Aðspurð hvort starfsfólkið geri eitthvað sérstakt til að halda í hátíðarandann segir Guðný að á þessum dögum sé reynt að hafa rólegra og halda stressi í lágmarki þó svo að verkefnin geti verið misjöfn. ,,Við reynum að leyfa þeim sem hafa tök á að fara heim í fjölskylduboð að gera það, en það eru auðvitað ekki allir sem geta það. Yfir hátíðarnar geta líka komið upp bráð hjartamál, þar sem jólamatur og saltneysla hefur stundum áhrif,” bætir hún við.  

,,Almennt séð er samt oftast minna stress á aðfangadagskvöldi og stemningin léttari. Allir koma saman að borða, bæði starfsfólk og sjúklingar sem eru inni yfir jólin, og sú samvera er mjög góð. Venjulega borðum við inni á kaffistofunni en á þessum degi sitjum við öll saman. Maturinn er færður upp á deildina og kokkurinn kemur með hann til okkar, sem gerir kvöldið hátíðlegra og öðruvísi. Í fyrra sátum við öll saman við borðið í um það bil tvo tíma og nutum jólanna í sameiningu, starfsfólk og sjúklingar og það var mjög hátíðlegt hjá okkur.  

Guðný mun einnig vinna í ár á aðfangadagskvöld og segir að eðlilega þurfi alltaf einhverjir að standa vaktina á þessum tíma. ,,Auðvitað langar mig frekar að vera heima með Klöru dóttur minni á þessum tíma, en hún er sem betur fer heppin að geta verið með pabba sínum og hans fjölskyldu á jólunum þar sem skemmtilegt er fyrir hana að vera.” 

Við sem erum að vinna reynum að halda í jólastemninguna með því að vera með pakkaskipti og spjalla saman. Við vitum að margir hafa það verra en við sem þurfum að vinna, þannig að við gerum okkar besta til að skapa hlýja og notalega stemningu fyrir alla.” 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.