Knattspyrnumennirnir Jón Jökull Hjaltason og Róbert Aron Eysteinsson hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Róbert Aron er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað með öllum flokkum félagsins en Jón Jökull er að hluta uppalinn hjá félaginu.
Róbert, sem er 22 ára miðjumaður, hefur spilað 61 leik fyrir ÍBV og KFS, í deild, bikar, meistarakeppni og Evrópudeild, og skorað í þeim fimm mörk. Á síðustu leiktíð meiddist Róbert illa og spilaði einungis fjóra leiki. Róbert var valinn efnilegasti leikmaður ÍBV árið 2019, þegar hann hlaut Fréttabikarinn.
Jón Jökull, sem er 20 ára miðjumaður, hefur spilað 28 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim tvö mörk. Hann lék 18 leiki í deildinni síðasta sumar þegar ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild. Jón hafði leikið með unglingaliði AGF áður en hann kom til Vestmannaeyja 2020.
ÍBV bindur miklar vonir við þessa tvo leikmenn sem koma til með að styrkja liðið í baráttunni í efstu deild karla í sumar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.