Um klukkan hálf tíu í morgun varð það óhapp í höfninni í Vestmannaeyjum að ísfisktogarinn Jón Vídalín VE bakkaði á uppsjávarskipið Kap VE þar sem skipið lá við bryggjuna á Eiðinu framan við Net. Nokkrar skemmdir urðu á skipunum sem bæði eru í eigu Vinnslustöðvarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta var Jón Vídalín að bakka í höfninni en þegar taka átti áfram svaraði stjórnbúnaður ekki og sigldi hann á Kap framanverða. Aftur gálginn á Jóni Vídalín er töluvert skemmdur. Gat kom ofarlega á stjórnborðskinnunginn á Kap auk þess sem sem vinstri síðan, sem sneri að bryggjunni, gekk inn á um tíu metra kafla. Engin slys urðu á mannskap.