Jón Vídalín VE sigldi á Kap VE í höfninni í Eyjum
Um klukkan hálf tíu í morgun varð það óhapp í höfninni í Vestmannaeyjum að ísfisktogarinn Jón Vídalín VE bakkaði á uppsjávarskipið Kap VE þar sem skipið lá við bryggjuna á Eiðinu framan við Net. Nokkrar skemmdir urðu á skipunum sem bæði eru í eigu Vinnslustöðvarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta var Jón Vídalín að bakka í höfninni en þegar taka átti áfram svaraði stjórnbúnaður ekki og sigldi hann á Kap framanverða. Aftur gálginn á Jóni Vídalín er töluvert skemmdur. Gat kom ofarlega á stjórnborðskinnunginn á Kap auk þess sem sem vinstri síðan, sem sneri að bryggjunni, gekk inn á um tíu metra kafla. Engin slys urðu á mannskap.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.