Um helgina umturnaðist líf Jónu Salmínu Ingimarsdóttur eins og hendi væri veifað, þegar hatursfull ummæli í hennar nafni birtust í kommentakerfi DV. Í ummælunum er Samfylkingarkonunni og aktívistanum Semu Erlu Serdar óskað dauða í hryðjuverkaárás.
Skjáskoti af ummælunum var deilt á Facebook-síðu Semu Erlu og í kjölfarið fóru þau eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla, margir deildu skjáskoti af þeim og Jónu Salmínu voru ekki vandaðar kveðjurnar.
�??�?g skrifaði þessi ummæli ekki,�?? segir Jóna Salmína í samtali við blaðamann DV. �??�?g hef gleymt að skrá mig út af Facebook og einhver hefur svo sett þessi ummæli við frétt á DV. �?að hlýtur að hafa verið óvart, því ég veit ekki um neinn sem myndi vilja mér svona illt. �?g er það lítil manneskja í þessum heimi og á enga óvini.�??
Fékk mjög á hana
Jóna Salmína deildi ummælunum sjálf á Facebook aðfaranótt laugardagsins. �??�?g var komin upp í rúm og ákvað að kíkja aðeins á fréttirnar og Facebook fyrir svefninn. �?á sé ég þessa fyrirsögn frá konunni sem deildi skjáskotinu fyrst á vegg Semu Erlu. Mér brá svakalega. �?g deildi þessu og spurði einfaldlega hvað væri í gangi. Mér fannst þetta mjög óraunverulegt, því þetta er ekki minn karakter og ég myndi ekki segja svona við nokkurn einasta mann. �?egar ég sá allt það óhuggulega sem ókunnugt fólk var að skrifa um mig brotnaði ég niður. Einhver óskaði þess að það yrði farið með mig niður í dal og ég tekin af lífi.�??
Erfið nótt
Nóttina notaði Jóna Salmína til að senda skilaboð til fólks sem hafði deilt skjáskotinu og tjáð sig á netinu um hatursummælin. �??Flestir tóku mér mjög vel og eyddu ummælum og færslum. Margir sendu mér svör og báðust afsökunar. Mig langar að þakka þeim kærlega fyrir. Mér þótti þetta ekki bara erfitt mín vegna, heldur einnig vegna þess að margir fóru að rakka niður Vestmannaeyjar. Sögðu að þetta yrði nú bara þaggað niður, því þannig væru Vestmannaeyingar. �?g er búin að búa hér í fjögur ár og þetta er yndislegur bær. �?að eina sem ég hef yfir að kvarta er Herjólfur.�?? Jóna Salmína segist hafa haft samband við netmiðla sem hafa fjallað um málið, en neitað að taka fréttir úr birtingu vegna skorts á sönnunargögnum.
Sema Erla hefur ekki svarað skilaboðum frá Jónu. �??Mér finnst mjög leiðinlegt að hún hafi lent í þessu og óska henni og fjölskyldu hennar alls hins besta. �?essi orð voru rosalega ljót og maður spáir í hvað hafi verið þarna á bakvið. �?g get ekki skilið það og trúi ekki að sú eða sá sem setti þetta inn hafi verið með öllum mjalla.�??
Stuðningur frá vinum og vinnufélögum
Umræðan um helgina snerist að miklu leyti um að Jóna Salmína starfar sem leikskólakennari. �??�?g vinn með litlum börnum og það er skelfilegt fyrir mína vinnu að hafa lent í þessu. Póstarnir hafa hrúgast inn til yfirmanns míns á leikskólanum, enda mikil ábyrgð að starfa með litlum börnum. Leikskólastjórinn og samstarfsfólk mitt stendur þétt við bakið á mér og veit að ég myndi aldrei skrifa neitt þessu líkt.�??
Í gær skrifuðu fjölmargir vinir og kunningjar Jónu Salmínu Facebook-færslur henni til stuðnings. Eitt af því sem fólk benti á er að Jóna er með mikla les- og skrifblindu. Hatursummælin um Semu Erlu voru hins vegar villulaus. �??�?að er ekki aðeins að ég sé ekki svona innrætt, heldur hefði ég aldrei getað skrifað þetta.�??
Greinin sem hatursummælin birtust undir fjallaði um að Sema Erla Serdar hefði verið sökuð um herferð gegn �?tvarpi Sögu, en Sema hefur verið kölluð skoðanakúgari og hryðjuverkamaður í beinni útsendingu. �??�?g er ekki einu sinni búin að lesa greinina, enda á ég mjög erfitt með að lesa vegna lesblindunnar,�?? segir Jóna Salmína.
Dæmir ekki flóttamenn
En hvaða viðhorf skyldi þessi umdeildasta kona helgarinnar hafa í innflytjendamálum?
�??�?að sem er að gerast í heiminum er hræðilegt. Bæði ástandið í löndunum sem allt þetta fólk er að flýja og hryðjuverkaárásir um allan heim. �?g held að fólk sé hrætt um litla Ísland sem hefur til þessa verið laust við hryðjuverkaárásir. �?g ætla ekki að dæma fólk sem flýr til landsins, kalla það hryðjuverkamenn eða álíka. Flóttafólkið hefur búið við hræðilegar aðstæður og vantar heimili og umhyggju. Auðvitað vil ég að landið mitt fái að halda sínum einkennum, og óska þess að fólk sem hingað kemur vilji búa í landinu okkar eins og það er. �?g er kristin og vil að Ísland verði það áfram, en hef ekkert á móti því að þeir sem hafa aðra trú fái að iðka hana. �?g treysti yfirvöldum til að meta hversu mörgum við getum tekið á móti. Ef ég ætti milljónir myndi ég svo sannarlega gera eitthvað til að hjálpa.�??