Kap VE fer í loðnu­leit­
Mynd/ Óskar Pétur Friðriksson

Ákveðið er að senda loðnu­skipið Kap VE til loðnu­leit­ar og rann­sókna. Það verður 4. loðnu­leiðang­ur­inn í vet­ur. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morg­un í a.m.k. tíu daga leiðang­ur.

Í gær var unnið að skipu­lagn­ingu. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verða með um borð. „Við þurf­um að fara eins fljótt og hægt er. Það er ekki eft­ir neinu að bíða,“ sagði Birk­ir.

„Reynt verður að skoða fram­vindu hrygn­ing­ar­göng­unn­ar og hrygn­ing­ar­inn­ar fyr­ir sunn­an og vest­an. Einnig erum við að spá í að skoða hvað er að ger­ast úti fyr­ir Norður­landi.“

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sagði í Morg­un­blaðinu á mánu­dag að víða hefði frést af loðnu, m.a. á Stranda­grunni og í Þistil­f­irði.

mbl.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.