Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. „Það fór allt í fokk ef ég á að segja eins og er. Þetta var alvarlegt mál og ég var alveg frá í 20 daga. Ég er sem betur fer kominn á rétt ról á nýjan leik, sagði Eyjamaðurinn harði við Vísi í dag.
“