Kári Kristjánsson var markahæstur í liði Wetzlar er liðið tapaði með einu marki á útivelli fyrir Hamburg, 25:24. Róbert Gunnarsson kom ekkert við sögu í leik RN Löwen er liðið tapaði fyrir Flensburg á útivelli. Hamburg var með undirtökin á heimavelli en Kári og félagar gáfust aldrei upp og náðu að jafna og síðustu mínúturnar voru mjög spennandi en Hamburg hafði betur. Kári gerði 6 mörk í leiknum og var markahæsti leikmaður vallarins.