KFS varð fyrst liða til að ná í stig í Þorlákshöfn í A-riðli 3. deildar karla en KFS sótti Ægi heim í gærkvöldi. Sigurður Ingi Vilhjálmsson kom KFS yfir á 77. mínútu og stefndi allt í sigur Eyjamanna en Ægismenn náðu að jafna á lokamínútunum. Staða KFS er þó enn slæm í A-riðli, liðið er í næst neðsta sæti og var þetta þriðja jafntefli Eyjamanna í jafn mörgum leikjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst