KFS lauk leik í B-riðli 4. deildar í gær þegar liðið sótti Augnablik heim. Leikurinn hafði enga þýðingu því KFS var öruggt með efsta sæti riðilsins og Vængir Júpíters höfðu tryggt sér annað sætið, á kostnað Augnabliks, sem endaði í þriðja sæti. Tvö efstu liðin komust í úrslitakeppnina. Eyjamenn höfðu ekki tapað leik í riðlakeppninni og ætluðu sér alls ekki að tapa síðast leiknum. En framan af voru það Augnabliksmenn sem voru yfir því á 54. mínútu voru heimamenn komnir í 2:0. En þá tók við frábær endasprettur Eyjamanna. Gauti �?orvarðarson minnkaði muninn á 76. mínútu, Ingólfur Einisson jafnaði metin á 88. mínútu og Guðjón �?lafsson kom KFS yfir á 90. mínútu. En á þriðju mínútu í uppbótartíma náðu heimamenn að jafna metin með umdeildu marki. Lokatölur 3:3 en í 8-liða úrslitum 4. deildar mætir KFS Létti, sem endaði í öðru sæti í C-riðli. Leikið er heima og heiman og það lið sem hefur betur, er komið í undanúrslit. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hertz vellinum laugardaginn 30. ágúst og síðari leikurinn verður svo þriðjudaginn 2. september á Helgafellsvelli.
Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS segir í stuttri orðsendingu til Eyjafrétta að KFS hafi slegið stigamet sitt í Íslandsmótinu. KFS endaði nú með 36 stig úr 14 leikjum en fyrra metið var 35 stig úr 15 leikjum. �?á sé Gauti �?orvarðarson markahæsti leikmaður 4. deildar með 16 mörk og er auk þess markahæsti leikmaðurinn í Íslandsmótinu, í öllum deildum.