Knattspyrnufélagið Framherjar og Smástund, betur þekkt sem KFS mun spila í 3. deild næsta sumar. Eyjamenn rétt misstu af sætinu síðasta haust þegar liðið tapaði í undanúrslitum fyrir Kára frá Akranesi. KFS lagði svo �?rótt Vogum í leik um 3. sætið og sá leikur hafði meira vægi en margir töldu fyrirfram en Grundarfjörður, sem átti að leika í 3. deild, hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Íslandsmótinu. �??Nú eigum við bara eftir að senda inn þátttökutilkynningu en við munum spila í 3. deild næsta sumar,�?? sagði Hjalti Kristjánsson, þjálfar KFS.
�??�?etta er það sem við stefndum að og létum okkur dreyma, eftir að við töpuðum fyrir Kára, að þriðja sætið myndi duga til að fá sæti í 3. deild. Við töldum það ekki óraunhæft enda vissum við af nokkrum félögum sem voru að hugsa á þessa leið. Reyndar vissi ég ekki að Grundarfjörður væri að íhuga þetta, þannig að því leytinu til kemur þetta á óvart. En ég tel þetta mjög ánægjulegt fyrir knattspyrnuna í Eyjum, að við séum með lið í úrvalsdeild og í 3. deild því ÍBV getur nýtt sér enn betur samvinnuna við KFS næsta sumar.�??
Oft hafa löng ferðalög fylgt þátttöku í 3. deild en Hjalti segir að líklega hafi aldrei verið betri tími en nú að fara í 3. deild. �??�?etta eru þrjú löng ferðalög, á Húsavík, Grenivík og Vopnafjörð en annars eru þetta lið af Suðurlandi og Suðvesturhorni landsins. En nú þurfum við bara að taka eitt skref áfram með félagið okkar, bæta umgjörðina og fjölga fólki í kringum liðið.�??
Hvað með leikmannamál?
�??Gauti �?orvarðarson er kominn aftur yfir í ÍBV. Hann var á láni hjá okkur síðasta sumar en eðlilega hefur ÍBV áhuga á markahæsti manni Íslandsmótsins í öllum deildum síðasta sumar. Birkir Hlynsson er kominn aftur til okkar eftir ársdvöl hjá Hamri og spilaði m.a. með okkur í Futsal. Tryggvi Guðmundsson var líka með okkur þar og er áhugasamur. Hann sagði einmitt í morgun að nú þyrftu menn að auka metnaðinn og auka getuna. �?að er það sem við stefnum á að gera,�?? sagði Hjalti.
KFS hefur ávallt leiki í neðstu deild Íslandsmótsins, fyrir utan tvö ár, er liðið lék í næst neðstu deild eða í 2. deild árin 2003 og 2004. Liðið lék lengst af mjög vel í sumar, tapaði m.a. ekki leik í riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins.