Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti
Althingishus Tms Cr 2
Alþingi Íslendinga. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn.

„Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar hjá Flokki fólksins búnir að hafa saman en ekki varð af þeirri heimsókn. En þingmenn þessara flokka ætla að koma fljótlega. Karl Gauti, þingmaður Miðflokksins hafði samband á mánudag og kom á bæjarskrifstofurnar og ræddi mál okkar Eyjamanna. Aðrir þingmenn eða flokkar höfðu ekki samband vegna kjördæmaviku eða boðuðu komu sína til Eyja,” segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri aðspurð um hvort eyjan hafi verið þéttsetin af þingmönnum í kjördæmavikunni.

karl_gauti_24_cr_tms
Karl Gauti Hjaltason

Hef úr ýmsu að moða á næstunni

Karl Gauti Hjaltason segir í samtali við Eyjafréttir að hann hafi farið víða í Eyjum á mánudag og þriðjudag. „Fékk góðan fund með bæjarstjóranum og annan með nokkrum bæjarfulltrúum þar sem málefni Eyjanna voru rædd. Einnig fór ég í 3-4 fyrirtæki og stofnanir.”

Að sögn Karls Gauta voru samgöngumálin að venju efst á baugi. „Landeyjahöfn og dýpkun hennar. Þá þarf áætlunarflugið bæði að ná yfir lengra tímabil vetrarins að fenginni reynslu og með fleiri ferðum í viku. Eins og venjulega leit ég einnig við hjá kunningjum á kaffistofum bæjarins og þar bar einnig margt á góma, eins og sameining sýslumannsembættanna, jarðlagarannsóknir vegna gangnagerðar, heilbrigðisþjónustan og sjúkraflugið. Að sjálfsögðu var einnig komið inn á ástand og endurnýjun vatnsleiðslunnar.

Þannig maður hefur úr ýmsu að moða á næstunni, en ég er í þann mund að leggja fram frumvarpið mitt um þjóðferjuna og það er í fimmta sinn sem ég geri það. Vil benda Eyjamönnum á að ég er alltaf til í að fá frá þeim póst eða hringingu ef það er einhver ábending sem menn vilja koma með,” segir Karl Gauti Hjaltason.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.