Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og til umræðu voru samgöngumál í fundargerðinni kemur fram samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða frekari tafir verða á afhendingu og uppsetningu þeirrar viðbótarsvefnrýma sem koma á fyrir um borð í skipinu þar sem framleiðandi þeirra er á eftir áætlun með framleiðsluna. Stefnt er að uppsetningu á síðari hluta febrúarmánaðar.
Dýpið í Landeyjahöfn er gott þrátt fyrir mikinn veðurham undanfarnar vikur á mánuði. Höfnin er opin hvað dýpi varðar en veður hefur hamlað reglulegum siglingum til og frá Landeyjahöfn. Dýpið á rifinu er orðið í minna lagi og þarf að dýpka þar fljótlega. Til stendur að dýpka um leið og veður leyfir. Dýpkunarskip Björgunar er tilbúið til dýpkunar og bíður færis í Eyjum.
Niðurstaða bæjarráðs í málinu var eftirfarandi:
Bæjarráð óskar eftir því við Vegagerðina að allt kapp verði lagt á að þau útskiptanlegu svefnrými sem samið var um við smíði ferjunnar, verði kláruð hið allra fyrsta. Mesta þörfin fyrir svefnrými er yfir háveturinn þegar veður er sem verst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst