Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf nýverið út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra innihalda texta eftir aðra íslenska höfunda. Auk þess inniheldur platan tvær erlendar ábreiður, ein þeirra þýdd á íslensku og fjögur lög eru eftir aðra höfunda, þar á meðal eyjamærina Guðrúnu Erlingsdóttur og eyjamanninn Helga Rasmussen Tórzhamar.
Gugga Lísa er ættuð úr Vestmannaeyjum og á hún sterk tengsl við Eyjar. Móðir hennar, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, fæddist í húsinu London í Eyjum og ólst þar upp fyrstu árin. Eitt af lögunum sem má finna á plötunni samdi hún um hana , en hún lést árið 2021 eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Lagið heitir Engillinn minn og er fallegt, einlægt og persónulegt lag sem Gugga Lísa samdi í hennar minningu. Lagið hefur einnig hjálpað Guggu Lísu að sleppa tökunum af móður sinni og vinna úr sorginni. Hún gaf einnig út fallegt tónlistarmyndband sérstaklega fyrir lagið, sjá myndbandið hér að neðan.
Platan öll er þannig gerð hún tekur hlustandann í fallegt og magnað andlegt ferðalag inn á við sem í senn er gott að njóta. Hún er lofgjörð, samtal og þakklætisóður Guggu Lísu til Guðs ásamt því að vera kröftugur vitnisburður hennar um mátt hans, kærleika, miskunn og náð.
Eyjamenn leggja hönd á plóg
Meðal þeirra Eyjamanna sem leggja sitt af mörkum er Guðrún Erlingsdóttir, lagahöfundur lagsins Drottinn ég tilbið þig. Þá kemur Helgi Rasmussen Tórzhamar einnig að verkefninu með lagið Only You Are Worthy (ísl. Einum þér þakkað get), gítarflutning í laginu Stay With Me. Þar að auki er Helgi ljósmyndari plötunnar.Svo er það Pétur Erlendsson, en hann er aðalgítarleikari plötunnar sem leikur undir í fjölmörgum lögum, bæði í undirleik og sólum.
Einnig má nefna Ellu Gittu Birgisdóttur eyjavin, sem leggur til textann að laginu Human BBQ, en lagið er eitt af frumsömdu lögum Guggu Lísu.
Platan er ríkulega unnin með fjölbreyttum tónlistarmönnum. Þar má nefna Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á píanó og Hammond, Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte á bassa, son hans Ásmund Jóhannsson á trommur og upptökustjórn, og sólógítarleikara á borð við Bent Marinósson, Pétur Erlendsson og Begga Smára. Á trompet leikur Steinar Kristinsson og Helgi Hannesar spilar í einu laginu á píanó.
Gugga Lísa sjálf syngur öll lögin, spilar einnig á gítar og sér um útsetningu og bakraddir. Dóttir hennar, Elía Rós Snæfells Arnarsdóttir, syngur barnsrödd í einu laganna, sem gefur plötunni sérstakan og persónulegan blæ.
Framleiðsla og upptökur
Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís, þar sem Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. Hljómjöfnun (mastering) var í höndum Jóhanns Ásmundssonar. Útgáfan er í umsjón Óttars Felix Haukssonar hjá Zonnet ehf., en hönnun umslagsins er eftir Emil Hreiðar Björnsson.
Hvar fæst platan?
Plötuna má nálgast á Vínyl og CD í eftirfarandi verslunum: :
Einnig er hún fáanleg í netverslun Plötubúðarinnar, www.plotubudin.is
Platan er stutt af/sponsored : Guðmundi Hafsteini Sigurðssyni, Garðaþjónustu Reykjavíkur, Þórhalli Emil, Hjörleifi Björnssyni, Smárakirkju og Flame Productions Iceland.
Hægt er að hlusta á plötuna á Spotify og Youtube undir nafninu Gugga Lisa.
Hlekkur á Spotify : https://open.spotify.com/artist/3UuQHTBQYJ2bZyx5GXPxi4?si=sfy_qSkmSFCaVy_YvYsNZw
Hlekkur á youtube : https://youtube.com/@guggalisa?si=obcipqT_3iPgDmax
Lagalisti plötunnar með höfundum :
Komi Ríki Þitt
Lag & texti : Guðrún Júlína Tómasdóttir
Engillinn minn
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Jesús
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Bergmál
Lag : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)
Texti : Ragnheiður Guðmundsóttir
Virgin
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Soldiers Of The Word UNITE
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Human BBQ
Lag :Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)
Texti : Ella Gitta
Drottinn ég tilbið þig
Lag & texti : Guðrún Erlingsdóttir
Kvöldbæn
Lag : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)
Texti : Ljóð eftir Bjarna Jónatansson- Langalangafa Guðbjargar Elísu(Guggu Lísu)
Blessunin (The Blessing)
Lag : Chris Brown, Cody Carnes, Kari Jobe and Steven Furtick.
(Texti þessa lags er að hluta til tekinn úr 4.mósebók. 6:22-26 )
Ísl.Þýðing : Halldór Nikulás Lár
You Are The Reason
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Say Your Prayer
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
I Will Be Still
Lag & Texti : Þórhallur Emil Halldórsson
Praise Your Name
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
Stay With Me (Repentance Song)
Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
(Gugga Lísa)
You Say (Cover)
Lag & Texti : Lauren Daigle – Alongside Paul Mabury and Jason Ingram
Only You Are Worthy
(Einum Þér Þakkað Get)
Lag : Helgi Rasmussen Tórzhamar
Texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst