Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa  Guggu Lísu
3. október, 2025
Gugga Lísa er ættuð úr Vestmannaeyjum og á hún sterk tengsl við Eyjar. Móðir hennar, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, fæddist í húsinu London í Eyjum og ólst þar upp fyrstu árin. Myndir Helgi Rasmussen Tórzhamar.

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf  nýverið  út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra innihalda texta eftir aðra íslenska höfunda. Auk þess inniheldur platan tvær erlendar ábreiður, ein þeirra þýdd á íslensku og fjögur lög eru eftir aðra höfunda, þar á meðal eyjamærina Guðrúnu Erlingsdóttur og  eyjamanninn Helga Rasmussen Tórzhamar.

Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís, þar sem Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. Hér eru hann og Gugga Lísa að störfum í  stúdíóinu.

Gugga Lísa er ættuð úr Vestmannaeyjum og á hún sterk tengsl við Eyjar. Móðir hennar, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, fæddist í húsinu London í Eyjum og ólst þar upp fyrstu árin. Eitt af lögunum sem  má finna á plötunni samdi hún um hana , en hún  lést árið 2021 eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Lagið heitir Engillinn minn og er fallegt, einlægt og persónulegt lag sem Gugga Lísa samdi í hennar minningu. Lagið hefur einnig hjálpað Guggu Lísu að sleppa tökunum af móður sinni og vinna úr sorginni. Hún gaf einnig út fallegt  tónlistarmyndband sérstaklega fyrir lagið, sjá myndbandið hér að neðan.

Platan öll er þannig gerð hún tekur hlustandann í fallegt og magnað andlegt ferðalag inn á við sem í senn er gott að njóta. Hún er lofgjörð, samtal og þakklætisóður Guggu Lísu til Guðs ásamt því að vera kröftugur vitnisburður hennar um mátt hans, kærleika, miskunn og náð.

Eyjamenn leggja hönd á plóg

Meðal þeirra Eyjamanna sem leggja sitt af mörkum er Guðrún Erlingsdóttir, lagahöfundur lagsins Drottinn ég tilbið þig. Þá kemur Helgi Rasmussen Tórzhamar einnig að verkefninu með lagið Only You Are Worthy (ísl. Einum þér þakkað get), gítarflutning í laginu Stay With Me. Þar að auki er Helgi  ljósmyndari plötunnar.Svo er það Pétur Erlendsson, en hann er aðalgítarleikari  plötunnar sem leikur undir í fjölmörgum lögum, bæði í undirleik og sólum.

 

Eyjamaðurinn Pétur Erlendsson, er aðalgítarleikari plötunnar sem leikur undir í fjölmörgum lögum, bæði í undirleik og sólóum.

 

Einnig má nefna Ellu Gittu Birgisdóttur eyjavin, sem leggur til textann að laginu Human BBQ, en lagið er eitt af frumsömdu lögum Guggu Lísu.

Platan er ríkulega unnin með fjölbreyttum tónlistarmönnum. Þar má nefna Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á píanó og Hammond, Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte  á bassa, son hans Ásmund Jóhannsson á trommur og upptökustjórn, og sólógítarleikara á borð við Bent Marinósson, Pétur Erlendsson og Begga Smára. Á trompet leikur Steinar Kristinsson og Helgi Hannesar spilar í einu laginu  á píanó.

 

Eyjamaðurinn Helgi Rasmussen Tórzhamar kemur einnig að verkefninu með lagið Only You Are Worthy (ísl. Einum þér þakkað get), gítarflutning í laginu Stay With Me. Þar að auki er Helgi ljósmyndari plötunnar.

 

Gugga Lísa sjálf syngur öll lögin, spilar einnig á gítar og sér um útsetningu og bakraddir. Dóttir hennar, Elía Rós Snæfells Arnarsdóttir, syngur barnsrödd í einu laganna, sem gefur plötunni sérstakan og persónulegan blæ.

Framleiðsla og upptökur

Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís, þar sem Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. Hljómjöfnun (mastering) var í höndum Jóhanns Ásmundssonar. Útgáfan er í umsjón Óttars Felix Haukssonar hjá Zonnet ehf., en hönnun umslagsins er eftir Emil Hreiðar Björnsson.

Hvar fæst platan?

Plötuna má nálgast á Vínyl og CD  í eftirfarandi verslunum: :

  • Plötubúðin.is – Trönuhraun 6, Hafnarfirði
  • Kirkjuhúsið – Tunguvegur 25 (inngangur frá Bústaðavegi)
  • Alda Music – Eyjarslóð 7
  • Verslunin Jata – Hátúni 2

Einnig er hún fáanleg í netverslun Plötubúðarinnar, www.plotubudin.is

Platan er stutt af/sponsored : Guðmundi Hafsteini Sigurðssyni, Garðaþjónustu Reykjavíkur, Þórhalli Emil, Hjörleifi Björnssyni, Smárakirkju og Flame Productions Iceland.

Hægt er  að hlusta á plötuna á Spotify og Youtube  undir nafninu Gugga Lisa.

Hlekkur á Spotify : https://open.spotify.com/artist/3UuQHTBQYJ2bZyx5GXPxi4?si=sfy_qSkmSFCaVy_YvYsNZw

Hlekkur á youtube : https://youtube.com/@guggalisa?si=obcipqT_3iPgDmax

 

Lagalisti plötunnar með höfundum :

Komi Ríki Þitt 

Lag & texti : Guðrún Júlína Tómasdóttir

 

Engillinn minn 

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Jesús 

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Bergmál

Lag : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)

Texti : Ragnheiður Guðmundsóttir

 

Virgin

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Soldiers Of The Word UNITE   

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Human BBQ 

Lag :Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)

Texti : Ella Gitta

 

Drottinn ég tilbið þig 

Lag & texti : Guðrún Erlingsdóttir

 

Kvöldbæn

Lag : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)

Texti : Ljóð eftir Bjarna Jónatansson- Langalangafa Guðbjargar Elísu(Guggu Lísu)

 

Blessunin (The Blessing)  

Lag  : Chris Brown, Cody Carnes, Kari Jobe and Steven Furtick.

(Texti þessa lags er að hluta til tekinn úr 4.mósebók. 6:22-26 )

Ísl.Þýðing  : Halldór Nikulás Lár

 

You Are The Reason   

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Say Your Prayer

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

I Will Be Still 

Lag & Texti : Þórhallur Emil Halldórsson

 

Praise Your Name

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

Stay With Me (Repentance Song)

Lag & texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

(Gugga Lísa)

 

You Say (Cover)  

Lag & Texti : Lauren Daigle – Alongside Paul Mabury and Jason Ingram

 

Only You Are Worthy 

(Einum Þér Þakkað Get)

Lag : Helgi Rasmussen Tórzhamar

Texti : Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir(Gugga Lísa)

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.