KR-ingur á láni til ÍBV
Eyjamenn fagna marki Vicente Valor sl. sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Róbert Elís Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV. Róbert verður á lánssamningi frá KR út keppnistímabilið 2026. Hann er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með KR á undirbúningstímabilinu.

Róbert er fjölhæfur leikmaður sem leikur aðallega á miðsvæðinu en getur einnig leyst framar á vellinum. Hann hefur verið fastagestur í yngri landsliðum Íslands, allt frá U16 til U19, þar sem hann hefur leikið 18 landsleiki og skorað tvö mörk.

Hann er uppalinn hjá ÍR en gekk til liðs við KR eftir afar gott tímabil með uppeldisfélaginu árið 2024. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins fagnar knattspyrnuráð ÍBV komu Róberts og bindur miklar vonir við að þessi efnilegi leikmaður muni styrkja liðið á komandi leiktíð.

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.