KR vill Guðjón Orra
30. desember, 2013
KR-ingar hafa áhuga á að fá Guðjón Orra Sigurjónsson markvörð ÍBV í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Guðjón Orri lýsti því yfir á dögunum að hann vildi yfirgefa herbúðir ÍBV eftir að Abel Dhaira landsliðsmarkvörður �?ganda samdi við félagið. Guðjón Orri hefur æft af og til með KR-ingum í vetur en hann er í skóla á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Íslandsmeistararnir áhuga á að fá Guðjón Orra en markmannsmálin í Vesturbæ hafa verið í óvissu að undanförnu.
Hannes �?ór Halldórsson er farinn til Sandnes Ulf og möguleiki er á að Rúnar Alex Rúnarsson fari einnig út í atvinnumennsku. KR-ingar hafa átt í viðræðum við Stefán Loga Magnússon sem er líklega á heimleið frá Noregi og þá hefur félagið einnig áhuga á að krækja í hinn 21 árs gamla Guðjón Orra.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst