Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍBV en frá þessu var gengið í gær. Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Kristín Erna er framherji sem hefur allan sinn feril spilað með ÍBV en missti af allri síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Hún verður klár í slaginn að nýju þegar Pepsi-deildin hefst í sumar. Hún verður 23 ára gömul á árinu en hefur splað með meistaraflokki ÍBV síðan árið 2007. Síðan þá hefur hún spilað 88 leiki með liðinu og skorað í þeim 67 mörk. Hún á að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim fimm mörk.