Kristín Klara Óskarsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV í fótbolta, var í byrjunarliði U17 ára liði Íslands þegar þær sigruðu Færeyjar 6-2 í fyrri leik liðsins í undankeppni EM 2026. Kristín Klara spilaði 62. mínútur í liði Íslands.
Ísland mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum og geta þar tryggt sér sæti í A deild fyrir seinni umferð undankeppninnar.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás slóvenska knattspyrnusambandsins og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Youtube síða slóvenska knattspyrnusambandsins




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst