Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Samningur Kristjáns er til þriggja ára. Kristján er reyndur þjálfari sem hefur bæði þjálfað meistaraflokka á Íslandi og í Færeyjum.
Hann stýrði HB �?órshöfn til meistaratitils í Færeyjum árið 2010 og Keflavík til bikarmeistaratitils árið 2006. Litlu munaði að Keflavík yrði Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2008.
Kristján hefur meðal annars sinnt þjálfun hjá �?ór 2001-2002, Keflavík frá 2005-2009, Val 2011-2012 og Keflavík 2013-2015. �?nnur lið sem hann hefur þjálfað eru ÍR og HB �?órshöfn en síðast var hann þjálfari Leiknis R.
Knattspyrnuráð ÍBV fagnar því að fá jafn reyndan þjálfara og Kristján til starfa og væntir mikils af honum á komandi árum. Hann verður búsettur í Vestmannaeyjum og mun koma að mótun og stefnu yngri flokka félagsins.