Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu.
Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa sjúkrabíla og veita námsstyrki. Frá opnun hefur Kubuneh verslun notið mikilla vinsælda og sjálfboðaliðar hjálpað til við reksturinn. Eigendur leggja mikinn metnað í að velja heilar og góðar flíkur í sölu og er verslunin ávallt snyrtileg.
Með opnun netverslunarinnar verður enn auðveldara að styðja við starfið. Hægt er að skoða nýju netverslunina hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst