Vikan var á rólegri nótunum hjá lögreglu og engin alvarleg atvik sem upp komu. Þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi verið að skemmta sér fór allt vel fram. Eins og undanfarnar helgar var enn og aftur var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hávaða í heimahúsum og virðist það frekar vera orðin regla en undantekning að lögregla sé kölluð til að sinna þess háttar útköllum.