Verkefnið Kveikjum neistann! verður kynnt í Einarsstofu af Hermundi Sigmundssyni prófessor og Svövu Þ. Hjaltalín sérkennara. En það er skólaþróunarverkefni sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum vinnur að næstu 10 árin. Helsta áhersla verkefnisins er að stórauka lestrarfærni barna og ungmenna, einnig er unnið með aðra þætti. Hlutverk foreldra er þar mikilvægt sem og aðgengi að fjölbreyttu lesefni, þar koma skólabókasöfnin og Bókasafn Vestmannaeyja sterk inn.
Skemmtileg dagskrá verður í boði.
• Frábær sýning opnuð í Einarsstofu þar sem leikskólabörn frá Kirkjugerði sýna afrakstur listsköpunar sinnar.
• Spennandi ratleikur í Sagnheimum.
• Hrekkjavökuföndur í lesstofunni.
• Kynning á litamerkingum í barna- og ungmennadeild. Markmið þeirrar vinnu er að auðvelda foreldrum og börnum þeirra að finna réttu bókina – sem vekur áhuga og eykur getu.
• Hræðilegar hrekkjavökuskreytingar á Bókasafninu!
• Kaffi, safi og smákökur í boði fyrir öll að njóta.
Verið öll hjartanlega velkomin!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.