Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 13:20.
Eyjakonur voru áfram með yfirhöndinga í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var eftir var munurinn tíu mörk, 20:30. Eyjakonur sigldu að lokum öruggum sigri heim. Lokatölur leiksins, 29:40. ÍBV og Valur eru saman á toppi deildarinnar með 16 stig. Selfoss er í 7. sæti með fjögur stig.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, leikmaður ÍBV, var markhæst í leiknum með níu mörk. Amalia Frøland varði 11 skot í marki ÍBV og Ólöf Maren Bjarnadóttir þrjú.
Mörk ÍBV: Alexandra Ósk Viktorsdóttir 9 mörk, Amelía Dís Einarsdóttir 8, Ásdís Hjalla Hjarðar 6, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 6, Birna María Unnarsdóttir 3, Klara Káradóttir 1, Margrét Björg Castillo 1.
Eyjakonur taka á móti ÍR, miðvikudaginn 17. desember kl. 18:30.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst