ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið ÍBV í Handbolta en það eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en báðar koma þær frá Póllandi.
Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs.
Karolina er 26 ára gömul skytta og var síðast á mála hjá Vistal Gdynia í Póllandi og hún gerir jafnframt eins árs samning við félagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst