Fylkir lagði ÍBV að velli 26:21 í Árbænum í gær. Fylkiskonur voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9 og bættu við forystuna í þeim síðari. Thea Imani Sturludóttir var með níu mörk fyrir Fylki en Ester �?skarsdóttir úr ÍBV kom næst með sjö mörk. Karólína Bæhrenz úr ÍBV og Christine Rishaug úr Fylki voru báðar með fimm mörk. Mbl.is greindi frá.