Kvenréttindadeginum fagnað
19. júní, 2015
Í dag eru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Stórgóð mæting var í jafnréttisgönguna þar sem hjúkrunarfræðingar leiddu gönguna ásamt Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem stiklaði á stóru í sögu jafnréttis baráttu kvenna í tímaröð á leiðinni í Sagnheima og þannig gekk gangan jafnréttissögu kvenna á Íslandi jafnt og í Vestmannaeyjum.
Jóhanna Ýr talaði meðal annars um kvennfélagið Líkn sem var stofnað 14. febrúar 1909 í Vestmannaeyjum. Jóhanna Ýr sagði �?? Aðalhvatamaðurinn að stofnun Kvenfélagsins Líknar var læknirinn Halldór Gunnlaugsson. Hann fann að sterk þörf var fyrir samhug fólks og því fannst honum kjörið að stofna kvenfélag. Var félagið stofnsett þann 14. febrúar 1909. Forstöðukona félagsins var Jóhanna Árnadóttir. Halldór gaf félaginu nafn sem hann taldi að væri viðeigandi samkvæmt tilgangi þess sem var að líkna og hlynna að bágstöddum sjúklingum í Vestmannaeyjum svo og til þess að veita aðra þá aðstoð sem félagið sæi sér fært um að veita hverju sinni. Stofnendur félagsins voru 23 konur. Á stofnfundi félagsins afhenti Halldór konunum sparisjóðsbók með 200 króna inneign. Með því gátu konurnar hafist handa. Talið er að þetta hjálparstarf sé fyrsti vísirinn að heimahjúkrun í Vestmannaeyjum.�??
Gangan var hin mesta skemmtun og mjög fróðleg. Jóhanna Ýr sagði frá mörgum frumkvöðlum og hér grípum við niður í frásögn Jóhönnu Ýrar um nokkrar kjarnakonur.
�??Anna Svala var ein fyrsta konan sem var kokkur á síldarbát á fimmta áratug síðustu aldar. Hún þótti hamhleypa til verka og reytti um margra ára skeið lunda í Suðurgarði sem þótti afbragðs vara.�??
Einnig talar Árni Árnason símritari í bók um vasklegar konur í �?teyjum í bók sinni, eyjar og úteyjalíf en þar telur hann upp þær konur sem fóru kvenna fyrstar upp á Súlnasker en mun fyrst hafa farið Fanney Ármannsdóttir, , auk þeirra Ragnheiðar Jónsdóttur, og Esterar Karlsdóttir, sem fór upp í Geirfuglasker. �?essum stúlkum blöskraði ekki að klæðast karlabuxum og fara á �??lærvað�?? eða láta binda sig sem sannir fjallamenn. �?á talar hann um þær Helga Sigurðardóttir í Apótekinu og Nikólína Jónsdóttir Hásteinsvegi 4. er fóru í Kirkju í Suðurey. �?að var einnig hraustlega gert af kvenfólki, þar eð sú glæfraferð er ekki farin af öllum karlmönnum, sem hefir brostið kjark til slíkrar kirkjuferðar.�??
Eftir gönguna var fyrirlestur og opnun sýningar Gunnhildar Hrólfsdóttur rithöfunds og sagnfræðings ,,þær þráðinn spunnu�?� sem fjallar um Eyjakonur. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður en bók hennar sem ber sama nafn og sýningin verður tilbúin í byrjun júlí. Að fyrirlestri loknum var gestum boðið upp á hátíðarköku í tilefni dagsins.
Nánar verður fjallað um viðburði dagsins í næsta tölublaði Eyjafrétta. Meðfylgjandi myndir tók Halldór B. Halldórsson.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst