Kviknaði í fjórhjólum
fjorhjol_eldur_slv_c
Ljósmynd/Slökkvilið Vestmannaeyja

Neyðarlínan boðaði Slökkvilið Vestmannaeyja út klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjórhjólum sem stödd voru á akveginum á Stórhöfða.

Fram kmeur á facebook-síðu slökkviliðsins að þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum. Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem eftir voru en mikill reykur, eldur og hiti var í hinum fjórum.

Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður en altjón varð á hjólunum.
Eldsupptök má líklega rekja til bilunar í einu af hjólunum sem var númer þrjú í röðinni sem varð svo til þess að eldur barst í næstu hjól þar fyrir aftan með aðstoð vindsins.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.