Á opna fundinum munu Gísli Viggósson forstöðumaður hjá Siglingastofnun gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna á ferjuhöfn við Bakkafjöru og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri gera grein fyrir áætlun Landgræðslunnar um framkvæmdir til að koma í veg fyrir sandfok á samgönguleið að fyrirhugaðri Bakkafjöruhöfn og hvernig örugg umferð verður tryggð.
Að erindum loknum gefst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir.
Fyrir opna fundinn, eða kl. 15.00 hyggjast fulltrúar Siglingastofnuna eiga samráðsfund með sjómönnum. Sá fundur verður einnig í Höllinni og er afar mikilvægt að þeir sjómenn sem sjá sér fært að koma til þess fundar geri það enda staðar þekking þeirra mikilvæg fyrir verkefnið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst