Á morgun, laugardaginn 24. september, bjóða Píratar til fundar í félagsheimili Sjóstanveiðifélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 7 (gengið inn bakamegin) kl. 17:00-19:00. �?ar munu fjórir efstu frambjóðendur Pírata í Suðurkjördæmi, þau Smári McCarthy, Oktavía Hrund Jónsdóttir, �?órólfur Júlían Dagsson og Álfheiður Eymarsdóttir, kynna helstu forgangsmál Pírata í komandi kosningum og ræða við gesti um heitustu málin sem brenna á Vestmannaeyjum.