ÍBV náði í kvöld fjögurra stiga forystu á Þór/KA í baráttunni um þriðja sætið með því að leggja KR að velli í Eyjum 4:0. Lokatölur leiksins gefa þó ekki alveg rétta mynd af gangi mála því það voru KR-ingar sem voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Eyjastúlkur náðu að hanga á forystunni til leikhlés.