Annar bíll fór út af vegi og valt á Eyrarbakkavegi að morgni 22. desember og var ökumaður hans fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Meiðsl í þessum óhöppum munu ekki hafa verið alvarleg.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka ölvaðir í Árnessýslu í vikunni. �?á sinnti lögreglan á Selfossi útafakstri á aðfangadagskvöld í Rangárvallasýslu þar sem tveir ölvaðir menn lentu út af vegi og sprengdu 4 hjól undir bifreið sinni. �?eir gistu fangageymslur lögreglunnar til morguns og voru yfirheyrðir um málsatvik að morgni Jóladags.
Lambalæri og hvítvínsflösku var stolið af sólpalli við hús í Vallholti að kvöldi Jóladags. Gerendur eru ófundnir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst