Fyrir margt löngu var skipuð nefnd (stjórnskipuð) um samgöngumál Vestmannaeyjinga, með Elliða Vignisson bæjarstjóra sem formann nefndarinnar. Lítið hefur heyrst af starfsemi nefndarinnar eða af starfsslitum. Nú er komið haust eftir frámuna sumarblíðu og ekki höfum við orðið vör við það að neinar framkvæmdir hafi átt sér stað við Landeyjahöfn til að tryggja áframhaldandi siglingar Herjólfs frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar fyrir veturinn.