Leita að samstarfi um rekstur tjaldsvæða

Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur tjaldsvæða. Um er að ræða tjaldsvæðið í Herjólfsdal og við Þórsheimilið auk stærri svæða við ákveðin tilefni, skv. afstöðumynd.

Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi til allt að 5 ára.

Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, uppbyggingu og viðhaldi á svæðinu.

Núverandi stærð tjaldsvæðis er 1,6 ha en gert er ráð fyrir 1,1 ha stækkun.

Rekstur skal hefjast eigi síðar en 1. maí ár hvert. Lögð er áhersla á að svæðið verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Ernu Georgsdóttur, ernag@vestmannaeyjar.is

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu.

Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til:

  • Kostnaðar við þjónustu.
  • Aðbúnað ferðamanna.
  • Aðgengi að þjónustu.
  • Framtíðar sýnar hvað samstarfið varðar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.