Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur tjaldsvæða. Um er að ræða tjaldsvæðið í Herjólfsdal og við Þórsheimilið auk stærri svæða við ákveðin tilefni, skv. afstöðumynd.
Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi til allt að 5 ára.
Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, uppbyggingu og viðhaldi á svæðinu.
Núverandi stærð tjaldsvæðis er 1,6 ha en gert er ráð fyrir 1,1 ha stækkun.
Rekstur skal hefjast eigi síðar en 1. maí ár hvert. Lögð er áhersla á að svæðið verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Ernu Georgsdóttur, ernag@vestmannaeyjar.is
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu.
Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst