Léleg vörn, sókn og lítil markvarsla
22. september, 2014
�?að stóð varla steinn yfir steini í leik ÍBV í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR 24:29. Sigur ÍR-inga var sanngjarn enda voru þeir yfir allan tímann, komust í 0:2 strax í byrjun leiks og Eyjamenn náðu aldrei að jafna metin. Leikur Eyjamanna olli miklum vonbrigðum enda langt frá því sem sást í fyrsta leiknum gegn FH. Sóknarleikurinn var arfaslakur og nýting dauðafæra léleg. Varnarleikurinn var langt frá því sem eðlilegt getur talist og markvarslan var ekki góð. Eins og sést á þessari upptalningu var ekki margt sem gladdi augað í kvöld. �?að var helst innkoma hornamannsins unga Hákons Daða Styrmissonar sem gladdi en hann skoraði þrjú mörk í röð undir lok leiksins, minnkaði muninn í fjögur mörk þegar fimm mínútur voru eftir en Eyjamenn voru einum færri á þessum kafla. En í kjölfarið fengu tveir leikmenn í viðbót brottvísun og eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍR-inga.
Næsti leikur ÍBV er næstkomandi laugardag þegar Eyjamenn sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. ÍBV á harma að hefna enda töpuðu Eyjamenn fyrir Aftureldingu í bikarnum síðasta vetur á sama velli. En það er morgunljóst að leikmenn Eyjaliðsins verða að girða sig í brók ætli þeir sér að eiga möguleika gegn nýliðunum. Spilamennskan í kvöld var víti til varnaðar, það má ekkert slaka á því allir vilja vinna Íslandsmeistarana.
Mörk ÍBV: Einar Sverrisson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4/1, Guðni Ingvarsson 4, Andri Heimir Friðriksson 4, Hákon Daði Styrmisson 3/1, Grétar Eyþórsson 2/2, Agnar Smári Jónsson 2.
Varin skot: Henrik Eidsvåg 6/1, Haukur Jónsson 5.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst