Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV

Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar.

Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2022 en í riðlinum lék liðið við Chelsea, PSG og Real Madrid. Á síðustu leiktíð lék hún með norska liðinu Klepp í 1. deild þar í landi.

Natalie sem er 23 ára, var valin í NWSL draftinu í fyrra nr. 46 í lið OL Reign, sem nú heitir Seattle Reign. Áður hefur hún leikið með háskólaliðinu í Wisconsin University.
Snemma var hún í úrtökum fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og hefur hún einnig verið ofarlega í sóknartölfræði hjá háskólaliði sínu síðustu ár. Hún kemur til ÍBV frá Damaiense sem leikur í efstu deild Portúgal.

Knattspyrnuráð býður Lexie og Natalie velkomnar og hlakkar til samstarfsins.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.