Öll vitum við að ekkert verður til úr engu. Til þess að skapa verðmæti þá þurfum við atvinnu. Til þess að auka hagvöxt og byggja upp velferð þá þurfum við að auka fjárfestingar og framleiðni. Stöðugt og fjölbreytt atvinnulíf byggist á hugviti og dugnaði einstaklinga en rekstrarumhverfið þarf líka að vera hagstætt. Skattpíning skilar engu. Fyrirtæki þurfa einfaldara regluverk og einfaldara skattkerfi til að geta vaxið. Við megum ekki höggva ræturnar af trénu, við verðum að vökva það og næra. Hið sama gildir um fyrirtækin okkar.