Litla Mónakó: Dýrasta íbúðin í Vestmannaeyjum seld á tæpar 100 milljónir!
eftir Jóhann Halldórsson
30. mars, 2025
Vestmannaeyjar. Mynd/aðsend

Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem tileinkað er byggingamarkaðnum. Þar er fjallað um hækkandi íbúðaverð í Eyjum þar sem ný met hafa verið slegin.

Það sem mér finnst einnig áhugavert í blaðinu er að þar er fjallað um aukna eftirspurn eftir íbúðum í Áshamri og Foldahrauni, en þar er nú byrjað að auglýsa eftir íbúðum þar sem eftirspurnin er meiri en framboðið. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart miða við fréttir vikunnar en HMS hélt fund í vikunni. 27% eigna undir 60 milljónum seljast nú á yfirverði!

Þar kom fram að frá okt-des hafi 27% eigna undir 60 milljónir selst á yfirverði og teikn væru á lofti um að eftirspurnin væri að aukast. Í desember birti HMS:

„Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga hefur framboð ódýrustu íbúðanna (verðlagðar undir 60 milljónum í dag) á höfuðborgarsvæðinu minnkað frá miðju ári 2020 um helming.”

Í febrúar birtu þeir svo skýrslu. „Útlit fyrir verulega fjölgun í hópi fyrstu kaupanda.” En þetta er einmitt sá hópur þar sem mesta eftirspurnin er eftir ódýrum íbúðum. Það er því ljóst að eftirspurn eftir ódýrari eignum er að aukast á sama tíma og framboðið er að minnka.

Í ljósi sögunnar er líka áhugavert að skoða væntingarvísitölu Gallup. Neytendur bjartsýnir fimmta mánuðinn í röð. En hún hefur nú brotið 100 stiga múrinn 5. mánuðinn í röð en stórkaup landsmanna m.a fasteignakaup hafa oftar en ekki aukist með aukinni bjartsýni.

Hvort það er svo tilviljun eða ekki. Sýnist mér að í öll skiptin sem 100 stiga múrinn í væntingarvísitölunni hefur verið brotinn 3. mánuði í röð eða lengur a.m.k. sl 24 ár hefur fasteignaverð í kjölfarið hækkað verulega. Þetta gerðist síðast 2021 svo 2015, eftir mini bankakreppu 2006 og 2002 við endurskipulagningu á sölu ríkisbankanna og aðraganda 100% lána.

Hvort að sagan endurtaki sig núna er erfitt að segja, en það er a.m.k. erfitt að ætla að veðja á móti því. Það er gott að búa í Vestmannaeyjum. Hvort ánægja og væntingar í Vestmannaeyjum séu yfir meðaltali er ágætt að skoða síðustu könnun Gallup.

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á.

 

Jóhann Halldórsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.