„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann Halldórsson á Fésbókarsíðu sinni og vitnar í nýjasta tölublað Eyjafrétta.
„Þá gáfu Eyjafréttir einmitt út slík sérblað og ánægjulegt er að sjá hve allir eru bjartsýnir á framtíðina í Eyjum. Sérstaklega er áhugavert að lesa viðtöl við Kristján Rikharðsson og komandi uppbyggingu baðlóns og hótels Lava Spring. Ásamt viðtali við Sigríði Gröndal framkvæmdastjóra JAE ehf sem reka m.a Hótel Vestmannaeyjar og hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst