Litla Mónakó - VÁ!
eftir Jóhann Halldórsson
default
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Ný fóðurverksmiðju að koma til Vestmannaeyja? Gríðarleg verðmætasköpun og samlegðaráhrif verður hjá risunum þremur. Allt að 50 störf gætu skapast + afleidd störf. Klasamyndunin er hafin!

Svona hefst pistill Jóhanns Halldórssonar um áframhaldandi uppbyggingu í Vestmannaeyjum, sem hann kallar gjarnan litla Mónakó. Grípum aftur niður í pistil hans.

Stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi

Í vikunni fjallaði Intrafish sem er stærsti sjávarútvegsmiðill í heimi um að fiskafóðursrisi íhugi að opna verksmiðju á Íslandi. Fiskifréttir og Viðskiptablaðið fjölluðu nánar um málið.
Það sem vakti athygli með frétt Inrafish var yfirlitsmynd af Vestmannaeyjum og vitnað í Laxeldisfyrirtækið Laxey. Kemur kannski ekki á óvart enda hefur Skretting nú þegar gert langtímasamning við Laxey og kannski það sem meira er, var þátttakandi í hlutafjárútboði hjá Laxey í apríl.

“En meðal annarra fjárfesta má nefna Nutreco, sem er stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi”. (Nutreco er móðurfélag Skretting).

Í frétt Fiskifrétta kemur fram “Í Vestmannaeyjum telja menn að Skretting muni líta þangað með staðsetningu á mögulegri fóðurverksmiðju enda séu bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið þar með sína útgerð og fiskimjöl sé stór þáttur í framleiðslu fiskifóðurs.”

Þetta kemur alls ekki á óvart og fyrir þá sem það þekkja oft undanfari erlendra fjárfesta eins og ég kom inná í fyrri pósti.

Áhugavert verður svo að velta fyrir sér afleiddri starfsemi sem þessi framkvæmd getur skilað sér, sem getur verið umtalsverð eins og reynslan hefur sýnt sig erlendis. Meira um þær pælingar síðar.

Yfir

Myndi lækka stærsta útgjaldaliðinn

Ég reiknaði kannski ekki með svona yfirlýsingu frá svona stóru fyrirtæki beint í framhaldinu. Það gera sér stundum ekki allir sér grein fyrir því hvað svona erlendar fjárfestingar geta skilað sér, skýrt dæmi er hvað gerðist þegar að Kerecis fékk inn erlent fjármagn.

 

Erlendir fjárfestar gera gríðarlega mikla áreiðanleikakönnun áður en fjárfest er í sbr. verkefnum og hjá Laxey og þá er ekki bara verið að skoða fyrirtækið sem fjárfesta á í heldur einnig staðarhættir, innviðir, þekking og reynsla í samfélaginu o.fl.

Þessi yfirlýsing kemur því ekki á óvart enda Vestmannaeyjar alveg einstakur staður fyrir svona framleiðslu. En afhverju skiptir þetta svona miklu máli fyrir Laxey, Vinnslustöðina, Ísfélagið o.fl o.fl.

Það vill svo til að stærsti einstaki kostnaðurinn við eldisframleiðslu er fóður og því gríðarlega verðmætt fyrir Laxey sem með komu þessara verksmiðju myndi lækka stærsta útgjaldalið sinn.

Mjög atvinnuskapandi fyrir samfélagið allt í Eyjum

Jóhann Halldórsson

Það sem gerir casið við Laxey og Vestmannaeyjar ennþá sterkara er sú staðreynd að bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið með sín uppsjávarskip og bræðslur eru í Eyjum.

Það er erfitt að keppa við þetta og eitthvað sem Warren Buffet myndi kalla “Kastaladíki” (MOAT). Með komu svona fóðurverksmiðju myndi ekki bara framleiðslukostnaður hjá Laxey minnka og afhendingaröryggið aukast, heldur yrðu samlegðaráhrif við aðrar útgerðir í Eyjum þ.e. Vinnslustöðin og Ísfélagið mikil og yrði til gríðarleg verðmætasköpun.

Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér hver aukinn hagnaður þessara útgerða yrði við komu Skretting. Samkeppnisforskotið sem Eyjarnar hafa fyrir Skretting eru því til staðar sem er líklega ein af ástæðum fyrir langtímasambandinu og fjárfestingunni í Laxey.

Þetta myndi svo að sjálfsögðu vera mjög atvinnuskapandi fyrir samfélagið allt í Eyjum. Það er því gríðarlega mikið undir að tryggja að þessi framleiðsla festi rætur í Eyjum.

Oft er talað um win win.
En þetta er meira svona Win Win Win
Litla Mónakó – Framtíðin er hér.

 

Jóhann Halldórsson

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.