Lítum fram á veginn
28. febrúar, 2022
Það er mikil gæfa að alast upp og búa í Vestmannaeyjum. Hefur mér gefist það einstaka tækifæri að taka þátt í bæjarmálum Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og vera þannig virkur þátttakandi í samfélaginu, byggja það og bæta. Á þessum tíma hef séð bæinn okkar bæði vaxa og dafna, sem og takast á við ýmsar áskoranir og áföll.

Á undanförnum árum hef ég kynnst mörgum hliðum sveitarfélagsins, í senn sem starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, frambjóðandi, varabæjarfulltrúi, nefndarmaður og fyrrverandi formaður umhverfis- og skipulagsnefndar.

Í starfi mínu hjá félagsþjónustunni hef ég kynnst vel að hið daglega líf er mörgum erfitt og krefjandi. Ætíð hef ég reynt mitt allra besta til þess að aðstoða einstaklinga við að takast á við þau flóknu og margbreytilegu verkefni sem lífinu fylgja og við ráðum misvel við.

Samhliða hef ég svo komið að ýmsum stórum og skemmtilegum verkefnum sem samfélagið hefur notið góðs og gaman af. Þar má nefna skipulag Goslokahátíðar sem ég annaðist um margra ára skeið og setu mína sem stjórnarformaður Eyjasýnar, útgefanda Eyjafrétta, þar sem ég hef fylgt eftir útgáfu eins elsta héraðsmiðils landsins sem ritað hefur sögu okkar samfélags í um hálfa öld.

Ég brenn fyrir það samfélag sem okkur öllum er svo annt um. Mig langar áfram að hafa jákvæð áhrif og leggja hönd á plóg við stefnumótun og framtíðarsýn samfélagsins. Ég tel að tímapunkturinn nú sé sá rétti, eftir að hafa náð ágætri heilsu í kjölfar alvarlegra veikinda. Ég finn innra með mér ákall og áminningu að nýta þann tíma vel sem manni er gefinn til þess að láta gott af sér leiða. Því hef ég tekið þá ákvörðun að ganga fram af auknum krafti inn í bæjarmál Vestmannaeyjabæjar.

Með fyrrnefnd dæmi í farteskinu, þekkingu, reynslu og vinnusemi gef ég kost á mér í 2. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Ég tel Sjálfstæðisflokkinn eiga fullt erindi í að skipa meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar á ný. Hljóti ég umboð til mun ég berjast fyrir því, íbúum öllum til heilla. Ég veit að tækifæri sveitar- og samfélagsins hér eru óþrjótandi, líkt og þau hafa alltaf verið. Við munum eiga fjölbreytta framtíð, líkt og fortíð okkar var. Dugnaður, samstaða og framsækni mun áfram einkenna framtíð Eyjamanna. Ég vil líta fram á veginn og óska eftir þínum stuðningi til góðra verka.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
margret.ingolfsdottir@gmail.com

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst