Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög.
Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar prestur stutt ávarp áður en kom að hápunkti kvöldsins.
Helga Jóhanna stýrði formlegri tendrun ljósanna og kallaði til sín ungan dreng, David Erni, sem fékk það heiðurshlutverk að kveikja á trénu.
Skömmu síðar birtust jólasveinarnir á sviðinu, og sungu og skemmtu með yngstu gestunum. Nammi jólasveinanna var afhent í sérstökum skúr þar sem Putti og félagar úr Skilaboðaskjóðunni tóku á móti börnunum.
Að lokum buðu jólasveinarnir krökkunum í myndatöku og spjall við nýtt og skínandi jólatréð á Stakkagerðistúni. Sjá má myndbönd og myndasyrpu frá í gær hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst