Ljósleiðari Mílu í Vestmannaeyjum

Míla vinnur að því að uppfæra fjarskiptakerfi sín með lagningu ljósleiðara til heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og hafa nú þegar 359 heimili og fyrirtæki í bænum kost á því að nýta ljósleiðara Mílu. Í þessari viku var lokið við að tengja heimili við Áshamar, Foldahraun, Kleifahraun og Sóleyjargötu á ljósleiðara Mílu og geta íbúar þar nú pantað þjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki.

Míla er langt komin með að tengja þau heimilisföng sem fyrir lá að tengja á þessu ári og á næsta ári verður haldið áfram á fullum gangi við að tengja enn fleiri heimili. Verkið er unnið í samstarfi við jarðvinnuverktakana Brinks ehf. og HS vélaverk ehf. ásamt Geisla sem er samstarfsaðili Mílu í Vestmannaeyjum.

Á heimasíðu Mílu www.mila.is/panta-tengingu geta heimili sem komin eru með tengingu við ljósleiðarann pantað þjónustu hjá fjarskiptafyrirtæki að eigin vali.   Fjarskiptakerfi Mílu eru opin kerfi og því geta öll fjarskiptafyrirtækin boðið þjónustu sína um ljósleiðara Mílu.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.