Loðnuvertíðin er enn sem komið er, ekki eins og flestir hefðu kosið. Veiðin er lítil og útlitið kannski ekki mjög bjart, en vonin er enn til staðar. �?að er ekki alltaf á vísan að róa þegar loðnan á í hlut. Og hver sem komin er á miðjan aldur man ekki eftir lítilli loðnuveiði eða jafnvel loðnuleysi á árum áður. En sumir eru að gera það betra en aðrir eins og gengur. Ragnar �?ór Jóhannsson skipverji á Kap VE lætur hinsvegar vel af sér á facebook síðu áhafnarinnar og þessi mynd sem hér fylgir sýnir brosandi sjómanninn með nokkrar loðnur í höndunum, – loðnur sem skapa sjómönnum og útgerðarstöðunum tekjur, – og vonandi þeim líka sem ekkert vilja með sjómenn eða útgerð að gera, en vilja njóta skatteknanna af þeim.