Um helgina mun hljómsveitin Ímynd spila á skemmtistaðnum Lundanum, bæði föstudag og laugardag. Hér er á ferðinni hreint frábær fimm manna sveit með söngvarann Alexander Aron í broddi fylkingar. Frítt er inn fram að miðnætti báða dagana og eru Eyjamenn hvattir að hafa það í huga. Svo skemmtilega vill til að Pétur Jensen, bassaleikari sveitarinnar á afmæli á laugardag. Í stuttri tilkynningu frá sveitinni kemur fram að hann vill bara pening í afmælisgjöf.