Lúðrasveit Vestmannaeyja og �?orlákshafnar blása til stórtónleika, í orðsins fyllstu merkingu, í Höllinni á morgun, laugardaginn. Með þeim verður tónlistarmaðurinn Jónas Sig, ásamt hljómsveit en Jónas hefur áður komið fram með Lúðrasveit �?orlákshafnar. Höllin opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast um klukkustund síðar. Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyjar mun stýra sveitunum tveimur á tónleikana. �??�?etta verða frábærir tónleikar, ég get alveg lofað því. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja höldum tónleikana í samstarfi við Höllina þannig að það er mikið undir hjá okkur. En við höfum engar áhyggjur enda líklega hvergi annarsstaðar eins mikill stuðningur og áhugi á lúðrasveit eins og hér í Eyjum,�?? sagði Jarl í samtali við Eyjafréttir. Forsala miða fer fram í Eymundsson og á Kletti og verða miðar seldir í forsölu fram að tónleikum. �??�?að eru fjórtán lög á lagalistanum en Jóna Sig er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og lag hans, Hafið er svart, var eitt það vinsælasta í fyrra. Platan hans, �?ar sem himinn ber við, rokseldist en við munum líka taka eldri lög eftir hann. Hann kemur með hljómsveit með sér en allt í allt verða um 70 tónlistarmenn á sviðinu í einu. Salurinn tekur hins vegar aðeins þriðjung af því sem við vorum með í íþróttahúsinu með Fjallabræðrum og því mikilvægt fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma.�?? �?ið hafið væntanlega æft stíft undanfarið? �??Já við höfum gert það. Lúðrasveit �?orlákshafnar hefur auðvitað spilað sjö sinnum áður með honum, fjórum sinnum í Reiðhöll �?orlákshafnar á útgáfutónleikum og var uppselt á þá alla. Auk þess komu sveitirnar tvívegis fram á Bræðslunni og svo á Landsmóti lúðrasveita. �?ar voru reyndar nokkrir úr Lúðrasveit Vestmannaeyja líka. Við æfum svo aðfaranótt föstudags, á föstudeginum og á föstudagskvöldið en gerum hlé á æfingum til að fara á �?rettándann. Svo verður bara talið í á laugardaginn og þetta verður mikil upplifun enda Jónas frábær tónlistarmaður og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og �?orlákshafnar tvær bestu lúðrasveitir landsins,�?? sagði Jarl að lokum.