Lögbannskröfu gegn Vinnslustöðinni vísað frá í Hæstarétti
14. mars, 2012
Samkvæmt tilkynningu frá Vinnslustöðinni hefur Hæstiréttur vísað frá kröfu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hluthafa í Vinnslustöðinni, um lögbann á samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Hæstiréttur dæmdi sækjendur í málinu, þ.e. Stillu útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmund Kristjánsson, til að greiða Vinnslustöðinni 200.000 krónur í málskostnað og greiða Elínborgu Jónsdóttur og Eyjólfi Guðjónssyni samtals 200.000 krónur í málskostnað vegna Ufsabergs-útgerðar ehf.