Lögmannsstofan – Fasteignasala Vestmannaeyja ehf. var stofnuð í janúar 2000 og tók til starfa 1. mars sama ár. Fyrirtækið eiga og reka hæstaréttarlögfræðingarnir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason en upphafið má rekja til að Jóhann hóf rekstur lögmannstofu og fasteignasölu 1991. �?að eru því 25 ár síðan stofan var stofnuð. Skrifstofan var þá til húsa á þriðju hæð Sparisjóðshússins og í ágætum félagsskap starfsmanna Deloitte endurskoðunarskrifstofu. Fljótlega fékk Jóhann Rut Haraldsdóttur til liðs við sig og sá hún um utanumhald og rekstur skrifstofunnar. Árið 2000 gekk Helgi Bragason til liðs við lögmannsstofuna.
�??Nokkru síðar fluttum við okkar í hentugra húsnæði í húsi Íslandsbanka við Kirkjuveg þar sem við höfum verið síðan. �?ökk sé matnum hjá Svövu í Stakkholti,�?? sagði Jóhann. Nokkrar mannabreytingar hafa verið á skrifstofunni en Rut hætti og Jóhanna Hjálmarsdóttir starfaði með þeim í nokkur ár. Einnig reka þeir Fasteignasölu Vestmannaeyja og gekk Guðbjörg �?sk Jónsdóttir löggiltur fasteignasali til liðs við þá og er enn.
�??Eyjamaðurinn Trausti Ágúst Hermannsson lögmaður hóf síðan störf hjá okkur 2009 og hefur fyrst og fremst verið með aðsetur í Reykjavík. Við opnuðum starfsstöð í Reykjavík, fyrst í samstarfi við Björgvin �?orsteinsson hæstaréttarlögmann í tengslum við nám Helga í Reykjavík en nú rekum við starfsstöð í samvinnu við lögmenn hjá KVASIR lögmönnum í Kauphallar húsinu að Laugvegi 182, Reykjavík. �?ar er samankomin mikil þekking og reynsla á ýmsum sviðum, samtals átta lögmenn þar af fjórir hæstaréttarlögmenn. Við sinnum því viðskiptavinum okkar hvort sem þeir eru búsettir í Eyjum eða á höfuðborgarsvæðinu en margir af þeim sem leita til okkar eru einmitt með tengingar við Eyjar. Ef fólk þarf aðstoð lögmanna erum við alltaf til taks bæði í Eyjum og í Reykjavík,�?? sagði Jóhann.
Helgi segir að skrifstofan vinni öll hefðbundin lögmannsstörf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. �??Eðli lögmennsku í Eyjum er sú að þú ert með mjög víða starfsreynslu og þekkingu á breiðum grundvelli. Við höfum víðtæka þekkingu t.a.m. í skaðabóta- og slysamálum, td. fyrir sjómenn og þá sem lenda í umferðarslysum, sem og almennt í einka- og sakamálum og flutt fjölda mála fyrir dómstólum. �?á er mikil þekking innandyra í fjármálageiranum sem og í málefnum fyrirtækja á breiðum grunni.�?? Jóhann náði sér í réttindi til mál flutnings fyrir Hæstarétti Íslands árið 2012 og Helgi árið 2013. Atvinnuástand í Eyjum hefur verið gott og það er greinilega ennþá þor og kjarkur í mönnum hér sem endranær. Reksturinn hjá okkur hefur gengið vel og við erum auðvitað þakklátir Eyjamönnum og öðrum þeim sem til okkar hafa leitað. �?að er kannski þakklætið sem er efst í huga okkar á þessum tímamótum, eftir 25 ára rekstur lögmannsstofu og fasteignasölu í Eyjum.
Nánar í Eyjafréttum.
Á myndinni ern starfsmenn Lögmannsstofunnar í dag, Trausti Hermannsson, hdl., Guðbjörg Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, Jóhann Pétursson, hrl . og Helgi Bragason, hrl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst